Opnum Augun

abuse1

Mig langar mjög til að taka upp umræðu um andlegt ofbeldi. Það er búið að hanga yfir mér lengi að koma því hérna að en mér fannst ég frekar EIGA að skrifa um eitthvað meira hressandi.. een ekkert nógu sprikklandi hresst hefur viljað komast á framfæri og það hefur svo sannarlega ekki verið hlaupið að því að gefa sér tíma til að koma einhverju á blað. En nú ætla ég að koma þessu frá mér svo annað fái að komast að.

Ástæðan fyrir því að mig langar til að ræða þetta málefni er sú að andlegt ofbeldi er verulega flókið og hættulegt fyrirbæri sem er erfitt að skilja og átta sig á. Oftar en ekki myndar fáfræðin fordóma í garð þess sem við ekki þekkjum. Ég verð víst að játa mig seka í þeim efnum. Einu sinni kom það fyrir að ég hugsaði: „Andlegt ofbeldi? Það er nú bara enn einn tilbúningurinn til að fá að vera í einhverju volæði!“ Já, ég var víst ekki vaðandi í vitinu þann daginn. Ég kynntist þessu svo betur af eigin raun.

Mín von er sú að með þessari lesningu fái fleiri aukinn skilning á andlegu ofbeldi. Líka að einhver sem er að ganga í gegnum svona ferli fái smá „hinnt“ og fari smátt og smátt að opna augun fyrir baneitruðum aðstæðum sem vert er að koma sér úr, þó það krefjist mikillar vinnu.

Þegar ég var í sjúkraliðanáminu átti ég meðal annars að skrifa lítið heimildarverkefni um meðferðarúrræði. Af persónulegum ástæðum langaði mig til að fjalla um meðferðarúrræði og uppbyggingu eftir andlegt og líkamlegt ofbeldi. Í þessari oggu ponnsu litlu ritgerð gaf ég mér það bessaleyfi að útskýra stuttlega hvernig ofbeldið á til með að virka fyrir sig og hvers skonar áhrif það getur haft á líkamlegt og andlegt heilbrigði. Öllu þessu er lýst í eins fáum orðum og mögulega var hægt, þar sem að verkefnið átti að vera lítið og stutt. Ég tók saman heimildir sem mér fannst lýsa minni upplifun og reynslu á ofbeldi til að koma því í sem bestan skilning, því það virðist sem að fólk er oft ekki að ná því hvers konar fjandi þetta getur verið.

Ég læt ritgerðarverkefnið fylgja með. Þetta er víst enginn hviss bang búið lestur! En þetta eru samt sem áður sára fáar blaðsíður með myndarlegu línubili og ég vona af öllu hjarta að sem flestir gefa sér smástund til að renna í gegnum þetta 😉

Ritgerðin => Ofbeldi-Ritg.Hjú503