Týnd í draslinu!

consumerism-titlea

Jæja ég ætla bara að segja það.. láta flakka.
Ég hef verið í þvílíkri baráttu með sjálfa mig. Sumir hafa eflaust skynjað það og aðrir jafnvel ekki haft hugmynd um það. En ég var alveg að farast! Farast úr þunglyndi og kvíða. Meiri viðbjóðurinn sem það nú er. Það var eins og það væri alltaf skuggi og þung þoka yfir öllu saman. Eitthvað sem sogaði allann kraft úr manni og fyllti mann af þvílikri vanlíðan og ótta. Þó ég ætti allt til alls, yndislega fjölskyldu, vini, dásamleg börn, góðann mann og bjó við drauma aðstæður þá var vonleysið farið að éta mig upp til agna.

Það var orðið þannig að ég sá ekki lengur tilgang í neinu sem ég gerði og fannst allt sem ég tók mér fyrir hendur vera svo illa gert og aldrei nóg, sama hvað ég reyndi. Þannig að mér fannst ég alveg geta hætt að reyna. Ég var komin skuggalega nálægt að því að fara héðan fyrir fullt og allt. Þetta var svolítið eins og að vera dáleidd, eins og það væri eitthvað sem hvíslaði stöðugt að mér, með svo sterkri sannfærandi rödd, að það eina sem nú væri hægt að gera til að losna undann sársaukanum væri að binda enda á þetta allt saman. En guði sé lof fyrir að svo varð ekki. Það er eitthvað sem að bara má ekki!

Það sem að raunverulega þurfti að gera var að breyta til. Því að greinilega var eitthvað hjá mér sem var alls ekki að virka fyrir mig. Svo ég byrjaði að reyna að finna út úr því hvað það væri sem ýtti undir vanlíðan og þunglyndið hjá mér. Það var erfitt að ætla að geta bennt á eitthvað eitt sem átti að vera sökudólgurinn fyrir þessu öllu saman og halda að þetta myndi lagast þegar búið væri að gera út um hann. Þetta átti sér nefnilega svo langa sögu og var svo margþætt. Maður þarf að byrja á byrjun og kafa alveg í grunninn. Vinna rétt úr draugum fortíðar til að geta losað sig við þá. Því að maður getur ekki byrjað á næsta kafla í lífinu ef maður er stöðugt að lesa þá fyrri. Ég fór að finna mér leiðir, sem virkuðu fyrir mig, til að vinna úr allskonar uppákomum fortíðarinnar. Það má örugglega segja að ég hafi farið að hlusta betur inn á við og fylgja innsæinu. Fá það til að toga mig áfram og vísa mér veiginn í þessu ferli. En til að geta hlustað betur á innsæið þá þurfti ég líka að vinna í því að tengjast mér betur. Finna mig.

Þegar maður er með fjölskyldu, börn, maka, heimili og á vinnumarkaðnum þá er erfitt að gefa sér tíma fyrir sig. Já og jafnvel þó að fólk sé ekki með fjölskyldu og heimili til að hugsa um. Ef það er mikið að gera og í mörgu að snúast, stöðugt áreiti frá mörgum áttum. Meirað segja bara tæknin á í sinn hlut, sjónvarpið, talvan og síminn. Þetta hrærir allt svo í manni og hraðinn er svo mikill. Áreitið og stöðug pressa um að vera svona eða hinnsegin og fullkomin á öllum sviðum grefur undann okkur og við týnum sjálfum okkur og missum sjónar á því sem skiptir okkur raunverulega máli.
Sem erum við sjálf og fólkið í kringum okkur.  Við erum farin  að eyða svo miklum tíma í dauðu hlutina. Allt draslið sem safnast upp á heimilinu er orðið svo mikið að það flæðir um allt, dótið og draslið, rafmagnstækin og fatafjöllin sem eru svo stór að maður sér ekki framm á að ná í botninn á óhreinatauskörfunni í þessu lífi, hvað þá í því næsta. Þannig að við erum stöðugt að keppast við að halda utan um dauðu hlutina sem við sannfærum okkur stöðugt um að við þurfum að kaupa og kaupa meira og meira af. Svo er það pressan um að hafa allt fullkomlega glansandi flott og lang lang best. Og einmitt þetta er það sem er að ganga frá okkur.. skilar okkur litlu sem engu.

Það sem að við þurfum virkilega að gera er að finna hvað þjónar veröldinni og okkur sjálfum. Er það neyslubrjálæðið? Að geta keypt ALLT handa börnunum okkar? Eignast allt það nýjasta? Það að enn einn omagio vasinn eða iitala kertastjakinn sé kominn í hilluna inni í stofu eða það að geta gengið í dýrum og flottum fötum? eða er það þegar við lærum að eiga notalega stund með sjálfum okkur, rækta sjálfið og líða vel í eiginn skinni, finna frið og ró innra með okkur og geta yfirfært það til barnanna okkar og þeirra sem eru í kringum okkur?

Við þurfum nefnilega að fara að passa okkur. Það sem að ég er að reyna að segja með þessu öllu saman er að við erum upp til hópa að farast úr streitu, þunglyndi, kvíða og vanlíðan. Það sem að veldur því er eflaust margþætt. Það sem ég held að sé afgerandi og sé kannski rótin í þessu er að við höfum týnt sjálfum okkur í öllu þessu brjálæði. Við hættum að gera okkur grein fyrir hverju við stöndum og hvaða hlutverki okkur er ætlað hér á jarðkúlunni og missum tengslin við okkur sjálf.. og þar af leiðandi spretta upp andleg veikindi.
Og hugsunarhátturinn flýtur með, við verðum snillingar í að rækta með okkur neikvæðar hugsanir sem að eru alltaf að skjóta upp kollinum, því við grípum þær og hlúum að þeim þannig að þær vaxa og vaxa.

Við þurfum að læra að verða meðvituð um þessar neikvæðu hugsanir og sjá hvað þær eru mikið eitur. Við þurfum að breyta til. Við þurfum að fara að grafa upp jákvæðar hugsanir í staðin og læra að velja þær frammyfir hinar og finna hvað það gerir ótrúlega mikið fyrir okkur.

Þegar ég finn að ég er að sogast aftur inn í þungar hugsanir og þunglyndið gerir vart við sig, þá finnst mér besta meðalið við því að stoppa mig af og byrja að telja upp allt sem ég er þakklát fyrir, eins mikið og ég get. Þá smátt og smátt byrjar að skína svo góð tilfinning inn í mér og ég held áfram að styrkja hana með því að fara svo yfir í að minna mig á margt sem ég geri vel og horfa hvar styrkleikar mínir liggja. Oft getur líka smá spjall haft ótrúlega góð áhrif. En ég tel það líka algjöra nauðsyn að fá tíma fyrir sig og gera eitthvað sem maður elskar að gera.

Ég er komin vel á veg en það er samt langt í land. Þetta er langtíma verkefni og ég tek kannski tvö skref áfram og svo þrjú aftur á bak, svo næst eitt skref áfram og svo kannski þrjú í viðbót, eitt aftur á bak og svo fjögur áfram. Þetta er svo allskonar. En svo dýrmætt og stórfenglegt þegar á líður og þegar þetta jákvæða, góða og yndislega fer að vera mikið meira til staðar heldur en þetta neikvæða.

Það er enginn síðri en nokkur annar fyrir að ganga í gegnum sálræn veikindi.. og það er eflaust svo miklu meira af frábæru og einstöku fólki sem hefur gengið í gegnum veikindi af einhvers skonar sálrænum toga, eða er jafnvel að eiga við það núna, án þess að hafa látið það í ljós  eða segja nokkrum frá því. Því það er alltaf þessi ótti um fordóma.. Sem okkur tekst með tímanum að vinna á bug. Því fordómar eru ekki annað en fáfræði og við erum dugleg að vinna að því að auka skilning á sálrænum/andlegum málum. Mig langar til að við förum að hætta þessum feluleik.

Með þessa reynslu er ég alveg jafn frábær og flott. Mitt markmið er að geta hjálpað öðrum og nú bætist þessi dýrmæta reynsla við hjá mér og getur gefið mér töluvert betri skilning á aðstæður annarra því ég þekki þær af eigin raun.

Ég stend mig ótrúlega vel og held alltaf áfram að vera dugleg að leita mér leiða. Því mín skoðun er sú að þetta er allt undir mér komið. Ábyrgðin er alltaf mín. Það er bara ég sem get stuðlað að eigin bata. En ég meina það samt ekki þannig að ég þurfi ekki aðstoð. Það er nauðsynlegt að leita til vina, fjölskyldu, ráðgjafa, sérfræðings, í bækur, á námskeið og lengi mætti telja. Maður þarf að finna sér leið sem virkar fyrir sig og jafnvel prófa margt áður en maður finnur það sem virkar almennilega og það þarf að huga að því alla ævi. En það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þú ferð ekki bara til læknis, sérfræðings eða einhvers og ætlast til að hann eða hún lækni þig. Það virkar ekki þannig. Þú þarft að opna þig fyrir ráðfæringum, verkefnum og vinnu sem þú sjálf/sjálfur þarft að vinna og hafa fyrir til að taka skrefin í átt að bata. Í gegnum tíðina hef ég getað nýtt mér margskonar leiðir eins og t.d. talað við fólkið mitt, sálfræðinga, fengið uppbyggingu í kvennaathvarfinu, farið á meðvirkni námskeið, hugræna atferlismeðferð, kvíðameðferðastöðina, lesið bækur, lært gjörhyggli, hugleiðslu og farið til lífstílsráðgjafa.

Batnandi mönnum.. já og konum! er svo sannarlega best að lifa!! Því öll reynsla getur verið okkur dýrmæt ef okkur tekst að nýta hana rétt og auka persónulegt innsæi og innri styrk.

what-im-looking-for-is-within-me

Elskar þú þig ?

be-yourself-facebook-cover-timeline-banner-for-fb

Það er ekkert sem heldur okkur eins mikið aftur og okkar eigið óöryggi.
Margir eru svo hræddir við að vera of skrítnir eða furðulegir en málið er það að við eigum að tileinka okkur okkar eigin furðuleika. Það er til alveg nóg af „venjulegu“ fólki. Það má segja að við séum að vanvirða og svíkja veröldina sem skapaði okkur ef við erum ekki eina sanna útgáfan af okkur sjálfum og sinnum ekki því hlutverki sem okkur er ætlað.
Það þurfa ekki allir að skilja okkur og við þurfum ekki endilega að skilja alla hina. Við meigum vera jafn ólík og við erum mörg, svo lengi sem við erum ekki að valda neinn skaða og við þurfum að minna okkur reglulega á að sýna okkur og öðrum mildi og virða þær ólíku leiðir sem hver og einn kýs að fara.

Við þurfum að losa okkur við streituna og kvíðann sem kemur frá því að rembast við að vera samþykkt af öllum öðrum. Við eigum ekki að þurfa að eltast við samþykki annarra, eina sem það gerir er að eitra fyrir okkur og ýta undir kvíða og ótta um að vera aldrei nóg. Þessi stöðugi samanburður og ótti fær okkur til að finnast við aldrei vera að gera neitt nógu gott vegna þess að við erum allt of upptekin af því hvað öðrum finnst og náum ekki tengingu við okkur sjálf og sjáum ekki hvar styrkleikar okkar liggja eða hvaða hlutverk það er sem okkur er ætlað.

Eina manneskjan sem þarf að skilja þig og samþyggja þig nákvæmlega eins og þú ert.. Það ert þú sjálf/sjálfur! Og þegar það tekst, þá fara dásamlegir hlutir að gerast. Púslin fara að raðast rétt saman.

Því það er bara þannig að sama hvað við reynum mikið að passa inn hjá öðrum, þá mun okkur aldrei finnast við vera nóg. Þannig að við getum alveg eins bara verið við sjálf og staðið upp úr, lært að meta okkur alveg frá grunni og vera sjálfum okkur og öðrum sönn. Því einmitt það veitir okkur lífsfyllingu.

Finndu þinn eiginn ættbálk í staðinn fyrir að reyna að troða þér inn í þann sem þú átt ekki heima í..
Þetta er svolítið eins og að troða sér í of litla og þrönga skó sem passa ekki en þú ákveður samt að ganga í þeim. Þeir eru svo flottir og allir hinir eiga svona skó en þér mun aldrei líða vel í þeim, þú getur engann veginn notið þín og þú finnur til. Þetta er alveg eins ef þú ert ekki sönn/sannur sjálfum þér og ferð leiðir sem að þjóna þér engum tilgangi eða reynir að fylgja einhverri uppskrift sem fjölskyldan þín, vinir, samfélagið eða aðrir þrýsta á þig til að fara eftir, hvort sem það sé meðvitað eða ómeðvitað.

Við þurfum að leyfa okkur einfaldlega bara að vera.. og ryðja okkar eigin leið, fylgja innsæinu, tengja við fólk sem er á sömu hillu og gefur okkur innblástur. Leyfðu þér að finna hvað það er í raun mikið af fólki þarna úti sem mun falla fyrir þér ef þú ert eina sanna útgáfan af þér.

images (2)

RaunInnGlansÚt

Skemmtilegt viðtal 😉

http://bleikt.pressan.is/lesa/sonja-osk-velur-raunveruleikann-fram-yfir-glansmyndina-a-samfelagsmidlum/

12022006_10153091726883045_1819090440_n