Elskar þú þig ?

be-yourself-facebook-cover-timeline-banner-for-fb

Það er ekkert sem heldur okkur eins mikið aftur og okkar eigið óöryggi.
Margir eru svo hræddir við að vera of skrítnir eða furðulegir en málið er það að við eigum að tileinka okkur okkar eigin furðuleika. Það er til alveg nóg af „venjulegu“ fólki. Það má segja að við séum að vanvirða og svíkja veröldina sem skapaði okkur ef við erum ekki eina sanna útgáfan af okkur sjálfum og sinnum ekki því hlutverki sem okkur er ætlað.
Það þurfa ekki allir að skilja okkur og við þurfum ekki endilega að skilja alla hina. Við meigum vera jafn ólík og við erum mörg, svo lengi sem við erum ekki að valda neinn skaða og við þurfum að minna okkur reglulega á að sýna okkur og öðrum mildi og virða þær ólíku leiðir sem hver og einn kýs að fara.

Við þurfum að losa okkur við streituna og kvíðann sem kemur frá því að rembast við að vera samþykkt af öllum öðrum. Við eigum ekki að þurfa að eltast við samþykki annarra, eina sem það gerir er að eitra fyrir okkur og ýta undir kvíða og ótta um að vera aldrei nóg. Þessi stöðugi samanburður og ótti fær okkur til að finnast við aldrei vera að gera neitt nógu gott vegna þess að við erum allt of upptekin af því hvað öðrum finnst og náum ekki tengingu við okkur sjálf og sjáum ekki hvar styrkleikar okkar liggja eða hvaða hlutverk það er sem okkur er ætlað.

Eina manneskjan sem þarf að skilja þig og samþyggja þig nákvæmlega eins og þú ert.. Það ert þú sjálf/sjálfur! Og þegar það tekst, þá fara dásamlegir hlutir að gerast. Púslin fara að raðast rétt saman.

Því það er bara þannig að sama hvað við reynum mikið að passa inn hjá öðrum, þá mun okkur aldrei finnast við vera nóg. Þannig að við getum alveg eins bara verið við sjálf og staðið upp úr, lært að meta okkur alveg frá grunni og vera sjálfum okkur og öðrum sönn. Því einmitt það veitir okkur lífsfyllingu.

Finndu þinn eiginn ættbálk í staðinn fyrir að reyna að troða þér inn í þann sem þú átt ekki heima í..
Þetta er svolítið eins og að troða sér í of litla og þrönga skó sem passa ekki en þú ákveður samt að ganga í þeim. Þeir eru svo flottir og allir hinir eiga svona skó en þér mun aldrei líða vel í þeim, þú getur engann veginn notið þín og þú finnur til. Þetta er alveg eins ef þú ert ekki sönn/sannur sjálfum þér og ferð leiðir sem að þjóna þér engum tilgangi eða reynir að fylgja einhverri uppskrift sem fjölskyldan þín, vinir, samfélagið eða aðrir þrýsta á þig til að fara eftir, hvort sem það sé meðvitað eða ómeðvitað.

Við þurfum að leyfa okkur einfaldlega bara að vera.. og ryðja okkar eigin leið, fylgja innsæinu, tengja við fólk sem er á sömu hillu og gefur okkur innblástur. Leyfðu þér að finna hvað það er í raun mikið af fólki þarna úti sem mun falla fyrir þér ef þú ert eina sanna útgáfan af þér.

images (2)

Leave a comment